
A family company bridging the gap between webstores and North American customers.




Vöruflutningar milli landa
-
Sjófrakt -Safngámar
-
Flugfrakt
-
Landflutningar
-
Tollafgreiðsla
Það getur verið flókið og dýrt að senda vörur milli landa og þá sérstaklega til Norður Ameríku frá Íslandi. Til að auðvelda ferlið fyrir okkar viðskiptavinum og jafnframt lækka flutningskostnaðinn, bjóðum við upp á safnsendingar á 4-6 vikna fresti, Reykjavik - Portland. Við bjóðumst til að sækja vörusendingar í ykkar vöruhús, sé þessa óskað og tökum að okkur alla pappírsvinnu. Þegar sendingin lendir í Portland höfum við tollafgreitt hana og um leið og samþykki FDA liggur fyrir færum við sendinguna inn á okkar vörusvæði.
Athugið að allar þeir aðilar sem hyggja á innflutning á matvörum lyfjum, snyrtivörum, bætiefnum o.s.f.v. þurfa að hafa til þess gerð leyfi frá US Food and Drugs https://www.fda.gov/ áður en sendingin leggur af stað frá Íslandi. Jafnframt bjóðum við flutningsþjónustu frá öllum heimshornum til Íslands og Bandaríkjanna.